Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 06. janúar 2026 13:30
Kári Snorrason
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Þorlákur Breki spilaði 23 leiki fyrir ÍBV á síðustu leiktíð.
Þorlákur Breki spilaði 23 leiki fyrir ÍBV á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breki skrifaði undir fjögurra ára samning við Keflvíkinga.
Breki skrifaði undir fjögurra ára samning við Keflvíkinga.
Mynd: Keflavík
Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við nýliða Keflavíkur. Hann var tilkynntur sem leikmaður félagsins rétt fyrir áramót og skrifaði hann undir fjögurra ára samning við félagið.

Breki gengur til liðs við Keflavík frá Stjörnunni en hann lék á láni hjá ÍBV á síðasta tímabili. Þar áður var hann á láni hjá Selfossi. Þorlákur, sem er tvítugur, er fjölhæfur sóknarþenkjandi leikmaður.

Fótbolti.net ræddi við Þorlák Breka í tilefni skiptanna.

„Þeir heyrðu í Stjörnunni og höfðu samband. Ég fór á fund og þetta kláraðist frekar hratt.“

„Ég er spenntur fyrir þessu. Það var verið að spá okkur í neðsta sætinu. Það er svipuð spá og var hjá okkur í ÍBV í fyrra og ið enduðum aðeins einu stigi frá efri helmingnum. Vonandi getum við gert eitthvað svipað í sumar.“

„Að halda sér uppi á fyrsta tímabili er auðvitað mjög mikilvægt. Fyrir mig persónulega langar mig að skora meira og leggja meira upp. Ég var dálítið óánægður með það á síðasta tímabili.“


Áhugi úr Eyjum
Breki lék með ÍBV á láni á síðustu leiktíð og höfðu Eyjamenn áhuga á að fá hann varanlega í sínar raðir.

„Ég átti í góðu samtali við þá. Auðvitað fer þjálfarinn en þetta æxlaðist svona.“

Hann segir þá ekki hafa verið erfitt að velja á milli: „Nei, svo sem ekki. Mér þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum og Eyjuna en síðan er þetta bara fótbolti.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner