Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   þri 30. desember 2025 15:30
Kári Snorrason
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Ísak kom að tíu mörkum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Ísak kom að tíu mörkum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak er 22 ára gamall.
Ísak er 22 ára gamall.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Norrköping, ætlar að skoða sig um nú í janúar. Norrköping féll niður í B-deildina í síðasta mánuði, en hann var einn lykilmaður liðsins á tímabilinu.

Nú þegar hafa tveir Íslendingar yfirgefið Norrköping eftir fallið en Arnór Ingvi Traustason fór til KR og Jónatan Guðni Arnarsson til Breiðabliks.

Ísak Andri er þó ekki á heimleið líkt og gömlu liðsfélagarnir en Fótbolti.net ræddi við hann fyrr í dag um tímabilið og næstu skref.

„Já, það var ömurlegt að falla. Við töpuðum síðustu sex leikjunum á tímabilinu og fórum í umspil sem endaði ekki vel.“

Norköpping mætti B-deildarliðinu Örgryte í umspili um sæti í Allsvenskan á komandi tímabili. Örgryte vann fyrri leikinn 3-0 en sá síðari endaði með markalausu jafntefli. Stöðva þurfti síðari leikinn í rúma fjórar klukkustundir vegna mótmæla stuðningsmanna Norköpping.

„Stuðningsmennirnir okkar voru með mótmæli, köstuðu blysum og flugeldum inn á völlinn. Þetta var leiðinlegt en maður skilur alveg hvers vegna þessi reiði var.“

Þrátt fyrir fallið er Ísak ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu.

„Já, heilt yfir. Ég byrjaði betur en ég endaði, fyrstu tuttugu leikina. Síðustu leikirnir voru erfiðir fyrir bæði mig og liðið sem heild en heilt yfir var þetta mjög gott tímabil hjá mér.“

Skoðar alla möguleika

„Ég er að skoða alla möguleika núna í janúar, ég veit um einhver lið sem hafa haft samband. Það þarf bara að taka sér tíma og skoða hvað er best í stöðunni.“

Greint hefur verið frá áhuga sænsku meistarana í Mjällby á Ísaki.

„Já, ég hef eitthvað heyrt frá þeim. Tók fund með þeim um daginn en síðan veit maður ekki hvort að það gerist meira en það. Við verðum bara að sjá til. Það er alveg spennandi að heyra frá þeim. Þetta er lítið lið á sænskan mælikvarða þrátt fyrir að hafa orðið meistarar núna. Þeir eru mjög fínir og gaman að heyra af áhuga frá þeim.“

Hefur þú einungis heyrt frá sænskum liðum?

„Það hefur verið mest frá Norðurlöndunum, síðan hefur verið eitthvað utan Skandinavíu. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu. Ég fer bara á þann stað sem mér líst best á.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner