Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. september 2019 19:37
Fótbolti.net
Freysi: Erik var alveg sama hvað aðrir myndu segja
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson og Erik Hamren í Laugardalnum í dag.
Kolbeinn Sigþórsson og Erik Hamren í Laugardalnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt fyrsta mark í mótsleik með íslenska landsliðinu í rúmlega þrjú ár þegar hann skoraði í 3-0 sigrinum á Moldóvum í dag. Kolbeinn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum siðan Erik Hamren tók við en Svíinn var gagnrýndur fyrir að velja Kolbein í hópinn í Þjóðadeildinni fyrra þegar framherjinn var ekki að spila með félagsliði sínu Nantes.

Kolbeinn hefur skorað 24 mörk í 51 landsleik með Íslandi og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, ræddi í Innkastinu um gagnrýnina sem valið á honum fékk í fyrra.

„Við þurfum sem betur fer ekki að svara fyrir þetta. Kolbeinn gerir það inni á vellinum. Það fólk sem gagnrýndi þetta vinnur við að gagnrýna hlutina og það var eðlilegt að mörgu leyti. Þetta var áhættunar virði og Kolbeinn uppskar í dag," sagði Freyr í Innkastinu.

„Við vitum að hann er okkur gríðarlega þakklátur. Það er fyrst og fremst Erik sem stendur og fellur með þessari ákvörðun að gera þetta. Þó að við séum saman í þessum ákvörðun þá er það á endanum hann sem tekur hana. Þetta var djörf ákvörðun en kallinn stóð fast á henni allan tímann og var alveg sama hvað aðrir myndu segja," sagði Freyr.

Kolbeinn fór af velli eftir rúman klukkutíma í dag. „Hann hefði getað spilað lengur en með það að leiðarljósi að við eigum leik í Albaníu eftir nokkra daga þá var þetta niðurstaðan til að hann geti tekið þátt í þeim leik af meiri krafti," sagði Freyr.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innkastið - Uppgjör með Freysa eftir skyldusigur í Laugardal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner