Guðni Bergsson, formaður KSÍ og Jón Daði Böðvarsson, framherji landsliðsins, tileinka Atla Eðvaldssyni, fyrrum þjálfara og leikmanni landsliðsins, 3-0 sigurinn á Moldóva en hann lést á dögunum eftir harða baráttu við krabbamein.
Atli, sem var 62 ára gamall, hafði verið í strangri baráttu við krabbamein en hann lést 2. september síðastliðinn.
Hann lék 70 A-landsleik og skoraði 8 mörk en hann var lengi vel fyrirliði landsliðsins auk þess sem hann þjálfaði liðið frá 1999 til 2003.
Kvennalandsliðið lék með sorgarbönd í 1-0 sigrinum á Slóvakíu fyrr í vikunni og þá gerðu strákarnir slíkt hið sama í kvöld.
Áhorfendur á Laugardalsvelli buðu upp á mínútuklapp fyrir leik Íslands og Moldóvu í kvöld og tileinkuðu þá Jón Daði Böðvarsson, leikmaður landsliðsins, og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Atla og fjölskyldu hans sigurinn í kvöld.
Mikilvægur sigur í kvöld 👍🏻
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) September 7, 2019
Tilvalið að nota tækifærið og tileinka Atla Eðvaldssyni og hans fjölskyldu sigrinum í kvöld.
Takk fyrir stuðninginn 👏🏻
Góður sigur í kvöld hjá strákunum. Við tileinkum Atla Eðvalds sigurinn. Hann hefði passað vel inn í þetta frábæra lið. Atli gat spilað hvar sem er á vellinum. Frábær leikmaður,leiðtogi og félagi. Blessuð sé minning Atla ❤️#fyririsland #Fotboltinet
— Guðni Bergsson (@gudnibergs) September 7, 2019
Athugasemdir