Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. október 2022 09:43
Elvar Geir Magnússon
Sex ákærðir eftir harmleikinn í Indónesíu
Mynd: EPA
Sex einstaklingar, þar á meðal lögreglumenn og skipuleggjendur, hafa verið ákærðir fyrir glæpsamleg athæfi í tengslum við harmleikinn í Indónesíu þar sem að minnsta kosti 131 lést á fótboltaleik.

Þeir eru ákærðir fyrir gáleysi sem orsakaði það að fólk lést en refsingin fyrir það er að hámarki fimm ára fangelsi.

Slysið átti sér stað í síðustu viku þegar lögreglan beytti táragasi á stuðningsmenn sem fóru inn á völlinn eftir tapleik. Hundruðir flúðu að útgönguhliðunum sem olli stórhættulegum troðningi.

Þetta hefur skapað mikla reiði almennings, sérstaklega í garð lögreglunnar og hennar aðferða. Lögreglustjórinn í Malang, þar sem leikurinn fór fram, var rekinn og níu aðrir lögreglumenn voru sendir í leyfi.

Þeir sem hafa verið ákærðir eru þrír lögreglumenn sem notuðu táragas, skipuleggjandi heimaliðsins Arema FC og einn af öryggisfulltrúum félagsins.
Athugasemdir
banner