Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 07. nóvember 2019 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: United í 32-liða úrslit eftir þægilegan sigur
Manchester United er komið áfram.
Manchester United er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Rashford fagnar marki sínu.
Rashford fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez skoraði sigurmark Úlfanna í uppbótartíma.
Raul Jimenez skoraði sigurmark Úlfanna í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Gerrard unnu Porto.
Lærisveinar Gerrard unnu Porto.
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu.
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United vann afar þægilegan sigur gegn Partizan Belgrad frá Serbíu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Með sigrinum tryggðu Rauðu djöflarnir sér sæti í 32-liða úrslitunum.

United sýndi góða frammistöðu og skoraði hinn 18 ára gamli Mason Greenwood fyrsta markið á 21. mínútu. Hans annað mark í Evrópudeildinni á tímabilinu.

Anthony Martial gerði annað markið á 33. mínútu, mjög laglegt mark sem sjá má hérna.

Staðan 2-0 í hálfleik, en þetta var í fyrsta sinn frá 4-0 sigrinum á Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar að United gerir meira en eitt mark í leik á Old Trafford.

Marcus Rashford skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleiknum, en hann hefði hæglega getað verið að fullkomna þrennu sína þá ef hann hefði nýtt færin sín betur í fyrri hálfleiknum.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og 3-0 sigur Manchester United staðreynd. Scott McTominay haltraði af velli undir lok leiksins og vonandi fyrir United að það sé ekki alvarlegt enda er hann orðinn einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

Man Utd eins og áður segir að tryggja sér farseðilinn í 32-liða úrslitunum með þessum sigri þó liðið eigi tvo leiki eftir óspilaða í riðlinum. Partizan er með fjögur stig, United með tíu.

Dramatík hjá Úlfunum, fyrsta stig CSKA og flottur sigur Rangers
Úlfarnir unnu dramatískan 1-0 sigur gegn Slovan Bratislava á heimavelli.

Eina mark leiksins gerði Raul Jimenez í uppbótartíma. Ruben Neves klúðraði vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum.

Úlfarnir eru í öðru sæti síns riðils með níu stig, Braga er á toppnum með tíu stig.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson, sem báðir eru í landsliðshópnum sem valinn var í dag, byrjuðu hjá CSKA Moskvu í markalausu jafntefli gegn Ferencvaros frá Ungverjalandi á útivelli.

Þetta er fyrsta stigið sem CSKA fær í Evrópudeildinni á tímabiliinu og á liðið afar lítinn möguleika á því að komast áfram.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers unnu flottan heimsigur gegn Porto og var þetta gott kvöld fyrir skoskan fótbolta þar sem Celtic komst áfram í 32-liða úrslitin fyrr í kvöld með útisigri á Lazio.

Rangers er í öðru sæti G-riðils með sjö stig, eins og toppliðið Young Boys. Feyenoord og Porto eru með fjögur stig.

Espanyol, sem hefur gengið illa í spænsku úrvalsdeildinni, er eina liðið, ásamt Manchester United, sem kemst áfram í 32-liða úrslitin úr leikjunum sem voru að klárast núna.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

G-riðill:
Feyenoord 1 - 1 Young Boys
1-0 Steven Berghuis ('18 , víti)
1-1 Marvin Spielmann ('71 )

Rangers 2 - 0 Porto
1-0 Alfredo Morelos ('69 )
2-0 Steven Davis ('73 )

H-riðill:
Espanyol 6 - 0 Ludogorets
1-0 Oscar Melendo ('4 )
2-0 Lluis Lopez ('19 )
3-0 Matias Vargas ('36 , víti)
4-0 Victor Campuzano ('52 )
5-0 Adria Pedrosa ('73 )
6-0 Facundo Ferreyra ('76 )
Rautt spjald: Rafael Forster, Ludogorets ('12), Jacek Goralski, Ludogorets ('34)

Ferencvaros 0 - 0 CSKA
Rautt spjald:Kirill Nababkin, CSKA ('90)

I-riðill:
Wolfsburg 1 - 3 Gent
1-0 Joao Victor ('20 )
1-1 Roman Yaremchuk ('50 )
1-2 Laurent Depoitre ('65 )
1-3 Michael Ngadeu ('76 )

Oleksandria 2 - 2 Saint-Etienne
0-1 Wahbi Khazri ('24 , víti)
0-2 Mahdi Camara ('72 )
1-2 Denys Bezborodko ('84 )
2-2 Maksym Zaderaka ('90 )

J-riðill:
Borussia M. 2 - 1 Roma
1-0 Federico Fazio ('35 , sjálfsmark)
1-1 Federico Fazio ('64 )
2-1 Marcus Thuram ('90 )

Wolfsberger AC 0 - 3 Istanbul Basaksehir
0-1 Edin Visca ('73 , víti)
0-2 Enzo Crivelli ('84 )
0-3 Enzo Crivelli ('87)
Rautt spjald:Nemanja Rnic, Wolfsberger AC ('72)

K-riðill:
Braga 3 - 1 Besiktas
1-0 Paulinho ('14 )
1-1 Tyler Boyd ('29 )
2-1 Paulinho ('36 )
3-1 Wilson Eduardo ('81 )
Rautt spjald:Jeremain Lens, Besiktas ('44)

Wolves 1 - 0 Slovan
0-0 Ruben Neves ('51 , Misnotað víti)
1-0 Raul Jimenez ('90)

L-riðill:
Manchester Utd 3 - 0 Partizan
1-0 Mason Greenwood ('22 )
2-0 Anthony Martial ('33 )
3-0 Marcus Rashford ('49 )

Önnur úrslit:
Evrópudeildin: Rúnar spilaði ekki í stóru tapi gegn AZ
Evrópudeildin: Malmö og Krasnodar í harðri baráttu


Athugasemdir
banner
banner