Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Næ því ekki þegar við erum með þrjá eða fjóra velli hérna"
Ísland spilar í umspili í febrúar á næsta ári.
Ísland spilar í umspili í febrúar á næsta ári.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá Víkingsvelli.
Frá Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KSÍ hefur óskað eftir því við UEFA að heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í umspilinu í febrúar á næsta ári verði leikinn erlendis.

Hér á landi eru vellir sem uppfylla kröfur varðandi leikinn, þar á meðal Kópavogsvöllur. Hins vegar er ekki völlur sem uppfyllir kröfur um flóðlýsingu. Það væri því ekki hægt að hafa leikinn að kvöldi til, en það væri hægt að hafa hann snemma um daginn.

„Eins og við vitum nær dagsbirta á Íslandi ekki langt í febrúar og leikurinn gæti væntanlega ekki hafist síðar en klukkan 14.00 sem er ekki sérstaklega góður leiktími á virkum degi. Íslenskir vellir eru opnir fyrir veðri og vindum, og þó þeir séu með undirhita þá eru ekki eiginlegar snjóbræðslur undir þeim og kerfin hafa ekki undan ef um mikla snjókomu er að ræða," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið á dögunum.

Ákveðin skilaboð?
Umspilið fer fram í febrúar á næsta ári en það er ljóst hvaða liðum Ísland getur mætt. Ísland mætir sem sagt einu af þeim fjórum liðum sem enduðu í öðru sæti í riðlum sínum í B-deild. Það eru Ungverjaland, Króatía, Bosnía og Serbía.

„Ég átta mig ekki á vinnunni hjá KSÍ þegar verið er að sækja um að spila þennan leik erlendis. Ég næ því ekki þegar við erum með þrjá eða fjóra velli hérna. Ég myndi bara spila þennan leik á Víkingsvelli, það hefur gengið vel fyrir U21 landsliðið. Þeir geta hent upp góðri umgjörð. Þetta er bara til skammar og ekki bara hjá KSÍ. Þetta er alvöru landsleikur í umspili og við ætlum að spila hvar? Á lélegu gervigrasi á Spáni?" sagði Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í gær.

„Ég held að þetta séu ákveðin skilaboð sem KSÍ er að senda á ríkið," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, í þættinum.

„Fyrir mér er þetta ekki rétti tíminn til þess," sagði Magnús Haukur. „Það er ekkert á teikniborðinu og það er ekkert að fara að gerast."

„Við eigum að spila á okkar heimavelli ef við getum, á Íslandi."

Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Kvennalandsliðið okkar er eitt af þeim 15 bestu í heiminum en mun mögulega spila heimaleik erlendis í febrúar á næsta ári. Það er allavega staðan núna. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi stjórnvöld harðlega á dögunum.

„Við vijum náttúrulega spila heima á Laugardalsvelli. Mér finnst bara sorglegt hvernig komið er fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur voðalega lítið gert fyrir fótboltann hingað til og hann talar reyndar bara um þjóðarhöll. Hann hefur held ég aldrei mætt á landsleik þannig að ég held að hann geti alveg farið að skoða sinn gang. Allavega ætla ég ekki að kjósa hann," sagði Þorsteinn.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér fyrir neðan.


Á réttri leið eftir frækinn sigur í Danmörku
Athugasemdir
banner
banner
banner