Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   fim 07. desember 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw 'lækaði' óvart tíst - „Ekki vera kjánaleg"
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw hefur svarað fyrir fréttir um að hann hafi sett 'læk' við færslu þar sem tveir af liðsfélögum hans voru teknir fyrir.

Það var í fréttum í morgun að Shaw hefði sætt 'læk' við færslu þar sem Patrice Evra, fyrrum bakvörður United, var að tala um að það yrði gríðarlega erfitt fyrir Marcus Rashford og Anthony Martial að komast aftur í byrjunarliðið.

Martial og Rashford byrjuðu báðir á bekknum í gær þegar United vann 2-1 sigur á Chelsea.

Shaw svaraði fréttum um þetta og sagði einfaldlega að þetta hefði verið óvart.

„Ekki vera kjánaleg, þetta var augljóslega óviljandi," skrifaði Shaw sem er byrjaður að spila aftur á fullu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum.


Athugasemdir
banner
banner
banner