Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Markvörðurinn með heimsklassa frammistöðu gegn meisturunum
Verðmiðinn á Donovan Léon var að hækka um nokkrar milljónir
Verðmiðinn á Donovan Léon var að hækka um nokkrar milljónir
Mynd: Getty Images
Frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain var fyrirmunað að skora er liðið gerði markalaust jafntefli við Auxerre í gær. Donovan Léon, markvörður Auxerre, átti besta leik lífs síns.

PSG var með öll völd á leiknum og náði að skapa sér urmul af færum en boltinn vildi ekki inn.

Léon var langbesti maður vallarins. Hann varði frá Goncalo Ramos í byrjun leiks og síðan aftur frá Nuno Mendes síðar í fyrri hálfleiknum. PSG kom boltanum í netið í fyrri hálfleiknum er Fabian Ruiz setti boltann í netið eftir undirbúning Bradley Barcola, en Frakkinn var rangstæður í aðdragandanum.

Í síðari hálfleiknum hélt Léon áfram að verja eins og berserkur. Hann varði aftur frá Ramos áður en hann sá við þeim Lee-Kang In og Achraf Hakimi.

Portúgalski miðjumaðurinn Vitinha átti því næst skot í þverslá, en PSG var síðan stálheppið að lenda ekki undir þegar Auxerre fékk sjaldgæfa sókn. Gianluigi Donnarumma var þá vel á verði í marki PSG er hann sá við Hamad Traore.

Í blálokin kórónaði hinn 32 ára gamli Léon magnaða frammistöðu sína er hann varði með löppunum úr algeru dauðafæri. Hann sá svo sannarlega til þess að Auxerre fengi stig úr leiknum.

FotMob gefur honum 9,4 í einkunn fyrir frammistöðuna sem er sjaldséð einkunn hjá markmönnum. Svo góð var frammistaðan hjá Léon!

PSG er áfram áhyggjulaust á toppnum með 34 stig en Auxerre í 8. sæti með 21 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner