Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 08. mars 2020 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Sjö leikir fóru fram í C-deildinni
ÍH vann Mídas í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.
ÍH vann Mídas í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.
Mynd: Úr einkasafni
Vatnaliljur höfðu betur gegn Herði.
Vatnaliljur höfðu betur gegn Herði.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Andri Janusson skoraði tvö fyrir Knattspyrnufélagið Bessastaðir.
Andri Janusson skoraði tvö fyrir Knattspyrnufélagið Bessastaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hvorki meira né minna en sjö leikir fóru fram í C-deild Lengjubikars karla á þessum sunnudegi. Nánast öll liðin í kvöld voru að leika sína fyrstu leiki í mótinu.

Riðill 1
Í Riðli 1 vann Léttir góðan sigur á GG í leik sem fram fór á Hertz-vellinum í Breiðholti. Léttir myndaði góða 4-0 forystu og náði að landa sigrinum út frá því. Í Efra-Breiðholti á Domusnova-vellinum vann ÍH 1-0 sigur á Mídasi þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. ÍH skoraði sigurmark sitt þegar þeir voru einum færri.

Léttir 5 - 2 GG
1-0 Haukur Már Ólafsson ('20)
2-0 Viktor Ingi Kristjánsson ('40)
3-0 Aron Ingi Sveinsson ('51)
4-0 Kristján Orri L Kristjánsson ('55)
4-1 Dusan Lukic ('80)
5-1 Haukur Már Ólafsson ('82)
5-2 Jón Unnar Viktorsson ('90)

Mídas 0 - 1 ÍH
0-1 Bergþór Snær Gunnarsson ('63)
Rautt spjald: Jón Már Ferro, ÍH ('58), Birgir Theodór Ásmundsson, Mídas ('68)

Riðill 2
Í Riðli 2 var einn leikur spilaður fyrir norðan þar sem Kormákur/Hvöt vann 1-0 sigur á Samherjum. Guðmar Freyr Magnússon skoraði sigurmarkið á 62. mínútu.

Samherjar 0 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Guðmar Freyr Magnússon ('62)

Riðill 4
Ýmir skoraði sjö mörk gegn KM í leik sem fram fór á KR-velli í Riðli 4. Afar góð byrjun hjá Ými í Lengjubikarnum.

KM 1 - 7 Ýmir

Riðill 5
Í Riðli 5 unnu Vatnaliljur og SR sína leiki. Vatnaliljur höfðu betur gegn Herði frá Ísafirði í Fagralundi, 2-0. Þá vann SR lið Skallagríms í Akraneshöllinni, 4-1. Hjörtur Júlíus Hjartarson, sem er 45 ára, skoraði fyrsta mark SR í leiknum. Í Riðli 5 eru SR, Vatnaliljur og Hörður Í. búin að leika tvo leiki. SR er með sex stig, Vatnaliljur þrjú stig og Hörður er án stiga.

Vatnaliljur 2 - 0 Hörður Í.
1-0 Viggó Pétur Pétursson ('14)
2-0 Óðinn Ómarsson ('50)

Skallagrímur 1 - 4 SR
0-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('11)
0-2 Jakob Óli Bergsveinsson ('23)
1-2 Skúli Pálsson ('50)
1-3 Oddur Björnsson ('55)
1-4 Helgi Kristjánsson ('85)

Riðill 6
Í Riðli 6 byrjar Hamar á 4-2 sigri gegn KFB, sem er nýtt lið í 4. deild karla í sumar. KFB, eða Knattspyrnufélagið Bessastaðir, á að styðja betur undir unga stráka sem hafa ekki fengið tækifæri með Álftanesi.

Hamar 4 - 2 KFB
1-0 Sjálfsmark ('27)
1-1 Andri Janusson ('32)
2-1 Samuel Andrew Malson ('43)
3-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('49)
4-1 Logi Geir Þorláksson ('68)
4-2 Andri Janusson ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner