Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   mán 08. mars 2021 22:05
Victor Pálsson
Lingard: Við þurfum að gera mun betur
Jesse Lingard, leikmaður West Ham, segir að liðið þurfi að spila mun betur en í kvöld ætli liðið að ná Meistaradeildarsæti.

West Ham vann Leeds 2-0 á heimavelli og er nú aðeins tveimur stigum frá Chelsea sem situr í fjórða sætinu.

Lingard skoraði fyrra mark West Ham í kvöld en hann klikkaði á vítaspyrnu og náði síðar frákastinu til að skora.

„Við byrjuðum hægt og vorum ekki öruggir með boltann. Við skoruðum mörkin og unnum leikinn en ef við ætlum að ná fjórða sætinu verðum við að gera mun betur," sagði Lingard.

„Markvörðurinn valdi rétt horn og varði en sem betur fer kom boltinn aftur til mín. Þetta var þó ekki nógu gott ef við ætlum að ná topp fjórum."

Declan Rice, fyrirliði West Ham í kvöld, ræddi aðeins við Lingard áður en hann tók vítaspyrnuna.

„Hann spurði mig hvort ég vildi taka vítið og ég sagði já. Það var gott að skora í dag."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner