fim 08. apríl 2021 11:15
Elvar Geir Magnússon
Róm gæti líka misst gestgjafarétt á EM
Skillzy, lukkufígúra EM 2020.
Skillzy, lukkufígúra EM 2020.
Mynd: Getty Images
Tvær af gestgjafaborgum EM alls staðar í sumar hafa ekki getað ábyrgst það við UEFA að hægt verði að hafa áhorfendur á keppnisvöllum sínum á mótinu.

Mögulegt er að UEFA muni strika þessar borgir út af lista sínum og færa leikina sem þar áttu að fara fram annað.

UEFA fór fram á það að allar tólf borgirnar í Evrópu sem áætlað er að leikið verður í myndu ábyrgjast það með formlegum hætti að geta tekið við áhorfendum að hluta á sínum leikvöngum.

Í gær var greint frá því að Dublin geti ekki ábyrgst að áhorfendur fái grænt ljós og það sama á við um Róm á Ítalíu.

Ítölsk yfirvöld segjast vilja vinna að því að áhorfendur fái að mæta en því miður geti þau ekki staðfest að svo verði. Rétt eins og í Dublin áttu að vera þrír leikir í riðlakeppninni og einn í útsláttarkeppninni að vera í borginni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner