Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. maí 2021 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Meistararnir skoruðu fimm - Mikael Egill lék í jafntefli
Mynd: EPA
Inter 5 - 1 Sampdoria
1-0 Roberto Gagliardini ('4 )
2-0 Alexis Sanchez ('26 )
2-1 Keita Balde ('35 )
3-1 Alexis Sanchez ('36 )
4-1 Andrea Pinamonti ('61 )
5-1 Lautaro Martinez ('70 , víti)

Alexis Sanchez skoraði tvö þegar Inter fagnaði 5-1 sigri á Sampdoria í ítölsku Serie A.

Gabliardini kom heimamönnum í Inter yfir á 4. mínútu og Sanchez skoraði næstu tvö mörk heimamanna. Milli marka Sanchez skoraði Keita Balde eina mark Sampa í leiknum.

Andrea Pinamonti kom Inter yfir á 61. mínútu og Lautaro innsiglaði sigurinn á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Inter tryggði sér sinn fyrsta meistarartitil í áratug þegar liðið vann sigur um síðustu helgi.

Í ítölsku Primaver 1 deildinni lék Mikael Egill Ellertsson allan leikinn með Spal gegn Roma. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Spal er í 5. sæti efstu Primavera deildarinnar. Roma, Juventus, Inter og Sampdoria eru liðin fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner