Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 08. maí 2021 20:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó skýtur á Helga fyrir að vera í vettlingum
Engir vettlingar þegar hann kom inn á gegn Keflavík!
Engir vettlingar þegar hann kom inn á gegn Keflavík!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson er kominn á blað í Pepsi Max-deildinni þetta sumarið. Hann byrjaði óvænt ekki í fyrsta leik gegn Keflavík um síðustu helgi og Arnar Gunnlaugsson bað hann afsökunar á því.

Helgi skoraði eftir um 55 sekúndur gegn ÍA í dag eftir darraðadans inn á vítateig Skagamanna eftir hornspyrnu. Helgi fékk boltann í sig og boltinn fór í netið.

Ólafur Jóhannesson, þjálfarinn reyndi, er í setti hjá Stöð 2 Sport og setti eina athugasemd við hann inn á vellinum.

„Ég set spurningamerki við að hann sé í vettlingum, mér finnst það helvíti dapurt," sagði Óli léttur.

„Helgi Guðjónsson var á bekknum í fyrstu umferð og fékk afsökunarbeiðni frá þjálfaranum. Hann var rétt um 50 sekúndur að þakka traustið og koma Víkingum yfir. Pablo Punyed tók hornspyrnu og eftir klafs í teignum barst boltinn á Helga og þaðan fór hann í markið. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari skagamanna mótmælir," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í beinni textalýsingu.

Staðan er 0-1 fyrir Víking í hálfleik og seinni hálfleikur er að hefjast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner