Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 16:53
Sverrir Örn Einarsson
Sprengja á knattspyrnuvelli í Þýskalandi
Eckener Platz
Eckener Platz
Mynd: einBISSCHENfußball
Sprengjusérfræðingar þýsku lögreglunnar vinna nú að því að grafa upp og gera óvirka sprengju á Eckener Platz heimavelli TSB Flensburg sem leikur í 5. deildinni í Þýskalandi.

Sprengjan sem sögð vera frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar og bandarísk að uppruna hefur legið undir vellinum í áratugi fannst við jarðvegsframkvæmdir á vellinum síðastliðin þriðjudag

Sprengjan vegur alls 250 kg og hafa yfirvöld því gripið til þess ráðs að rýma stórt svæði í kringum völlinn á meðan á aðgerðum stendur en allir íbúar í 500 metra radíus frá vellinum hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Talsmaður yfirvalda lét hafa eftir sér að ef aðgerðir færu vel og áætlanir stæðust ættu íbúar að geta snúið aftur til síns heima seinni part dags eða snemma í kvöld.

Ósprungnar sprengjur frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar eru algengur fundur í Þýskalandi en fréttaritara er þó ekki kunnugt um mörg tilvik þar sem þær hafa fundist undir knattspyrnuvelli
Athugasemdir
banner