Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 08. júní 2023 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mac Allister í Liverpool (Staðfest)
Mac Allister skrifar undir.
Mac Allister skrifar undir.
Mynd: Liverpool
Liverpool hefur gengið frá kaupum á argentínska miðjumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton.

Liverpool virkjaði klásúlu í samningi Mac Allister hjá Brighton og kaupir hann á 35 milljónir punda, sem er í raun gjöf en ekki gjald fyrir þennan öfluga miðjumann.

Samningur Mac Allister hjá Liverpool gildir til ársins 2028, þetta er fimm ára samningur.

Paul Joyes, fréttamaður Times, segir frá því að erkifjendur Liverpool í Manchester United hafi skoðað það að fá Mac Allister í sínar raðir en horft á aðra leikmenn frekar eftir að í ljós kom að argentínski miðjumaðurinn vildi helst fara til Liverpool.

Mac Allister, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með Brighton frá 2019. Hann á að baki 16 A-landsleiki fyrir Argentínu og var mikilvægur hluti af liðinu sem varð heimsmeistari í desember síðastliðnum.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool kaupir í sumar en það eru fleiri leikmenn á leiðinni inn hjá félaginu svo.
Athugasemdir
banner
banner
banner