Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 08. júlí 2021 09:36
Elvar Geir Magnússon
Ramos gerði tveggja ára samning við PSG (Staðfest)
Varnarmaðurinn Sergio Ramos hefur verið kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain.

Ramos hefur um margra ára skeið verið í hópi bestu varnarmanna heims.

Hann gerir tveggja ára samning við PSG.

„Nýr demantur í París," segir í myndbandi sem PSG birti í morgun þegar Ramos var tilkynntur.

Ramos er 35 ára og yfirgaf Real Madrid þegar samningur hans rann út í síðasta mánuði. Hann var hjá félaginu í sextán sigursæl ár.

Hann lék 671 leiki með Real Madrid og skoraði í þeim 101 mark.



Athugasemdir
banner
banner