
„Ákveðinn lágpunktur á þjálfaraferlinum," sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs eftir að liðið missti unninn leik niður í jafntefli gegn níu leikmönnum Grindavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 2 Grindavík
„Við vorum mjög lélegir í fyrri hálfleik og það skrifast á mig að hafa valið kolrangt lið út á völlinn. Grindvíkingarnir voru mjög góðir. Mér fannst ákveðinn vilji í liðinu en við tengdum varla sendingu."
Eftir slakan fyrri hálfleik gerði Siggi Höskulds þrjár breytingar og allt annað lið kom út í seinni hálfleikinn en það var ekki nóg.
„Við breyttum mikið í seinni hálfleik og það var bara eitt lið á vellinum. Við vorum alltaf að fara vinna þennan leik og svo fá þeir rautt og þá vorum við alltaf að fara vinna leikinn, svo fá þeir annað rautt og þá var bara eitt lið að fara vinna leikinn. Svo kemur bara eitt móment og það er ófyrirgefanlegt að fá mark á sig í þessari stöðu," sagði Siggi Höskulds.
Athugasemdir