Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Félög í Pepsi Max-deildinni fá sjónvarpsgreiðslur fyrr
Mynd: Raggi Óla
Stjórn KSÍ samþykkti á síðasta stjórnarfundi tillögu Guðna Bergssonar formanns og Borghildar Sigurðardóttur formanns fjárhags- og eftirlitsnefndar um að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram (ef þau kjósa svo) síðustu sjónvarpsréttargreiðslu ársins (4 milljónir króna á hvert félag) vegna skerts tekjuflæðis þeirra vegna áhorfendabanns.

Áhorfendabann var stóran hluta ágúst mánaðar og í kjölfarið áhorfendatakmarkanir. Í dag mega 200 áhorfendur vera í hverju hólfi. Meira var rætt um fjármál félaga á stjórnarfundi KSÍ.

„Guðni Bergsson formaður ræddi um fjármál félaganna og skert tekjuflæði þeirra vegna áhorfendabanns. ÍTF hefur óskað eftir því að KSÍ skoði hvort sambandið geti stutt enn frekar við félögin með frekari styrkjum og þegar hafa farið fram tveir fundir um málið með ÍTF. Guðni og Borghildur halda áfram að vinna málið í samvinnu við aðila frá ÍTF. Fjárhags- og eftirlitsnefnd KSÍ hefur einnig fjallað um málið," segir í fundargerð.

„Stjórn samþykkti ennfremur að fresta frekari ákvörðunartöku varðandi framlag til aðildarfélaga þar til skýrari mynd liggur fyrir varðandi fjárhagsstöðu KSÍ. Haldið verður áfram samræðum við ÍTF um næstu skref."
Athugasemdir
banner
banner