PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   sun 08. september 2024 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Haukar unnu toppslaginn í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar eru með annan fótinn í Lengjudeildinni eftir frábæran sigur í toppslag 2. deildarinnar í dag.

Haukar heimsóttu KR í Vesturbæinn og tóku forystuna snemma leiks með marki frá Elínu Björgu Norðfjörð Símonardóttur, en Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir jafnaði fyrir KR og var staðan jöfn í leikhlé.

Ólöf Freyja tók forystuna fyrir heimakonur snemma í síðari hálfleik og hélt KR forystunni allt þar til á lokakaflanum, þegar Halla Þórdís Svansdóttir og Elín Björg skoruðu sitthvort markið til að snúa stöðunni sér í vil á ný.

Lokatölur urðu 2-3 fyrir Hauka sem eru í frábærri stöðu á toppi deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan KR og með leik til góða.

KR heimsækir Völsung í gríðarlega spennandi slag um næstu helgi, en Völsungur er fjórum stigum á eftir KR og með leik til góða.

ÍH lagði Einherja þá að velli í þýðingarlitlum leik.

KR 2 - 3 Haukar
0-1 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('10 )
1-1 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('26 )
2-1 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('54 )
2-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('79 )
2-3 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('86 )

ÍH 3 - 1 Einherji
0-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('42 )
1-1 Margarita Panova ('77 , Sjálfsmark)
2-1 Eva Marín Sæþórsdóttir ('81 )
3-1 Eva Marín Sæþórsdóttir ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner