Þýska stórveldið Bayern München ætlar að bjóða Jamal Musiala nýjan samning sem mun gera hann að launahæsta leikmanni félagsins.
Það hafa vaknað sögusagnir um framtíð Musiala út af samningastöðu hans.
Það hefur gengið illa hjá Bayern að endursemja við þennan frábæra leikmann en núgildandi samningur Musiala rennur út sumarið 2026.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi er þó Bayern að fara að bjóða honum frábæran samning sem mun gilda annað hvort til 2029 eða 2030. Ef hann samþykkir samninginn þá verður hinn 21 árs gamli Musiala launahæstur hjá Bayern ásamt enska landsliðsfyrirliðanum Harry Kane.
Musiala er núna með á milli 8 og 9 milljónir evra í árslaun en Kane er með um 25 milljónir evra í árslaun.
Athugasemdir