Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 08. nóvember 2019 09:13
Magnús Már Einarsson
John Andrews tekur við Víkingi R. (Staðfest)
John Andrews og Friðrik Magnússon.
John Andrews og Friðrik Magnússon.
Mynd: Víkingur R.
Knattspyrnudeild Vikings R. hefur ráðið John Henry Andrew sem þjálfara meistaraflokks kvenna, sem spilar í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

Samstarf HK og Víkings var hætt í haust en Víkingur tekur sætið í Inkasso-deildinni.

„John fær það mikilvæga verkefni að byggja upp nýjan meistaraflokk kvenna í knattspyrnu hjá félaginu. Víkingur ætlar sér stóra hluti í íslenskri kvennaknattspyrnu í framtíðinni enda hefur félagið á að skipa afar sterkum og efnilegum yngri flokkum í kvennaknattspyrnu," segir í tilkynningu frá Víkingi.

„Víkingur býður John Andrews velkominn til starfa og bindur miklar vonir við störf hans."

John þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Aftureldingu í efstu deild til margra ára, en tvö síðustu árin var hann hjá Völsungi og kom meistaraflokki þeirra upp í Inkosso deild á síðasta tímabili.

John hefur reynslu að starfa á alþjóðlegum vettvangi en hann starfaði meðal annars fyrir alþjóðlegu akademíunni hjá Liverpool. John er með UEFA A þjálfara gráðu og stefnir á að ljúka UEFA pro gráðu í upphaf næsta árs. Hann er einnig með háskólagráðu í íþróttafræðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner