Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. nóvember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Til í að veðja pizzu á að Pogba fari til Juventus
Pogba á æfingu hjá Manchester United.
Pogba á æfingu hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Javier Ribalta, fyrrum yfirnjósnari hjá Manchester United, segist vera tilbúinn að veðja pizzu á það að Paul Pogba fari frá United ef félaginu tekst ekki að ná Meistaradeildarsæti.

Ribalta yfirgaf Man Utd í fyrra eftir aðeins ár hjá félaginu. Hann tók til starfa hjá Zenit í Rússlandi sem yfirmaður íþróttamála.

Vangaveltur hafa lengi verið í kringum Pogba. Hann var orðaður við endurkomu til Juventus síðasta sumar, og var hann einnig sterklega orðaður við Real Madrid.

Hann var hins vegar áfram hjá United, en hann hefur lítið spilað á þessu tímabili vegna meiðsla.

Ribalta, sem vann einnig áður hjá Juventus, sagði við Tuttosport: „Án Meistaradeildarfótbolta, þá er það víst að Pogba fari frá Manchester United."

Pogba er ekki eini leikmaðurinn sem hefur verið orðaður við Juventus. Ribalta var einnig spurður út í Kylian Mbappe, Joao Felix og Erling Haaland.

„Það verður ekki einfalt að fá neinn þeirra, en ég myndi veðja pizzu á það að Pogba fari aftur til Juventus."

Hinn 26 ára gamli Pogba hefur verið hjá Man Utd frá 2016, en þar áður var hann hjá Ítalíumeisturunum í fjögur ár.
Athugasemdir
banner
banner