Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 08. nóvember 2020 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Landsleikurinn gegn Englandi í hættu vegna ferðabanns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland á tvo útileiki framundan í Þjóðadeildinni. Sá fyrri er í Danmörku eftir viku og sá seinni á Englandi þremur dögum síðar.

BBC greinir frá því að landsleikur Íslands gegn Englandi sé í hættu vegna ferðabanns sem Bretland hefur sett á ferðamenn sem koma til landsins frá Danmörku.

Ferðabannið var sett á eftir að upp komst um nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem smitaðist frá minkum til manna.

Greint hefur verið frá því að engar undantekningar verða gerðar á þessu ferðabanni sökum mögulegs alvarleika nýs afbrigðis af Covid. Bretland hefur hingað til gert undantekningar á ferðabanni sínu fyrir íþróttafólk en mun ekki gera það fyrir fólk sem kemur frá Danmörku.

Ef ekki verður hægt að spila á Englandi gæti verið að leikurinn verði færður á hlutlausan völl. Ekki er talið mögulegt að fresta viðureigninni vegna mikils leikjaálags í næstum landsleikjahléum.

Ferðabann Bretlands mun hafa áhrif á danska úrvalsdeildarleikmenn. Þeir munu þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví þegar þeir koma aftur úr landsleikjahlénu. Kasper Schmeichel, Andreas Christensen og Pierre-Emile Hojbjerg eru meðal danskra leikmanna úrvalsdeildarinnar.

Þetta gæti haft áhrif á sænska leikmenn sem eiga æfingaleik við Dani á miðvikudaginn. Victor Lindelöf, Robin Olsen og Emile Krafth munu því þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu sína aftur til Englands.

Þetta hefur vakið spurningar hjá Liverpool, sem á að heimsækja FC Midtjylland til Danmerkur 9. desember í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner