Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 08. nóvember 2020 13:34
Ívan Guðjón Baldursson
Ráðleggur félögum að hleypa leikmönnum ekki í landsleikjahlé
Hojbjerg verður líklega ekki með Dönum í landsleikjahlénu. Hann gæti náð síðasta leiknum á útivelli gegn Belgíu.
Hojbjerg verður líklega ekki með Dönum í landsleikjahlénu. Hann gæti náð síðasta leiknum á útivelli gegn Belgíu.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur ráðlagt félögum deildarinnar að hleypa leikmönnum sínum ekki í landsleikjahlé ef þeir þurfa að fara í fimm daga sóttkví eða meira við komuna aftur til Bretlands.

Búist er við að mönnum á borð við Pierre-Emile Höjbjerg og Andreas Christensen verði til dæmis ekki hleypt til Danmerkur þar sem menn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna til Bretlands.

Fjölmiðlamenn á Englandi greina frá þessu og verður áhugavert að fylgjast með hvaða leikmönnum verður meinað frá því að spila fyrir landslið sín.

Einhver landslið eiga mikilvæga leiki framundan og gætu kvartað til UEFA ef leikmönnum verður ekki hleypt í næsta verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner