Það er komið að úrslitastundu í Bose mótinu en það eru Breiðablik og Víkingur sem mætast í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Víkingur R.
Liðin hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár og má því búast við hörku leik sem fram fer á Kópavogsvelli klukkan 19.
Víkingur vann báða leiki sína í riðlakeppninni en liðið lagði bæði FH og Val að velli. Breiðablik vann tvo þægilega sigra á KR og Stjörnunni.
Riðlakeppni mótsins er ekki lokið en henni lýkur á morgun með tveimur leikjum en spilað er um sæti í mótinu frá 12. - 16. desember.
Í kvöld
19:00 Breiðablik - Víkingur
Laugardagur 9 desember
Stjarnan - KR
FH - Valur
Athugasemdir