Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2021 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara á meðal bestu í heimi 2020 að mati sérfræðinga FourFourTwo
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Getty Images
Fótboltatímaritið FourFourTwo kynnti í þessari viku val sitt á bestu fótboltamönnum- og konum í heimi fyrir árið 2020.

Í desember hafði tímaritið samband við 27 fjölmiðlamenn út um víða veröld og fékk þeirra val á bestu fótboltakonum í heimi. Hver sérfræðingur valdi fimm leikmenn.

Einn Íslendingur kemst á topp 20 listann yfir bestu fótboltakonur í heimi en það er auðvitað Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands. Hún varð Evrópumeistari með Lyon í úrslitaleiknum og skoraði í úrslitaleiknum.

Hún lenti í 16. sæti í kosningunni ásamt Denise O'Sullivan, leikmanni Brighton og írska landsliðsins.

Pernille Harder, sóknarmaður Chelsea og danska landsliðsins, situr á toppnum en listann má sjá í heild sinni hérna.

Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern München, endaði á toppi listans hjá fótboltakörlunum. Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, í öðru sæti og Sadio Mane, kantmaður Liverpool, í þriðja sæti. Þar á eftir komu stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.


Athugasemdir
banner