Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Floyd Mayweather hefur áhuga á því að kaupa Newcastle
Floyd Mayweather gæti keypti Newcastle
Floyd Mayweather gæti keypti Newcastle
Mynd: Getty Images
Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather hefur áhuga á því að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United en hann gaf það í skyn í viðtali við TMZ.

Mayweather er einn besti boxari allra tíma en hann lagði hanskana á hilluna í þriðja sinn árið 2017 eftir bardaga sinn við Conor McGregor.

Hann vann alla 50 bardaga sína á ferlinum en hann virðist nú hafa áhuga á því að fjárfesta í Newcastle United.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, er opinn fyrir því að selja félagið en Mayweather ræddi um möguleikann á að fjárfesta í félaginu við TMZ.

Við köllum þetta „soccer" hérna í Bandaríkjunum en Newcastle er ótrúlegt líð. Geggjað lið í raun," sagði Mayweather.

„Ef fólkið vill að ég kaupi Newcastle þá má það endilega láta mig vita," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner