Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 17. janúar 2026 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Ari Steinn yfirgefur Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingurinn Ari Steinn Guðmundsson er farinn frá uppeldisfélaginu en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum á dögunum.

Ari Steinn er 29 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem hóf meistaraflokksferil sinn með Keflvíkingum en lék einnig með Njarðvík og Víði áður en hann sneri aftur heim í Keflavík árið 2024.

Hann samdi þá til tveggja ára og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina í sumar.

Ari er nú farinn frá Keflavík en félagið þakkar honum kærlega fyrir hans framlag og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Þrettán ár eru síðan hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik og eru þeir nú 185 talsins ásamt 39 mörkum.


Athugasemdir
banner
banner
banner