Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 15:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carrick sendi mikilvæg skilaboð - „Þá er ómögulegt að tapa á heimavelli"
Mynd: EPA
Lisandro Martinez átti frábæran leik þegar Man Utd lagði Man City í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Man City sá ekki til sólar í leiknum og Martinez varðist gríðarlega vel gegn markahróknum Erling Haaland.

„Við vitum að við höfum þurft að þjást á tímabilinu en eina leiðin var að sýna hverjir við erum. Þetta var besta augnablikið til þess, liðið, ekki bara leikmennirnir á vellinum heldur á bekknum líka, voru hluti af þessu," sagði Martinez.

„Eitt mikilvægt sem Michael Carrick sagði var að nýta orkuna frá stuðningsmönnunum. Við gerðum það í dag, þegar við stöndum saman er ómögulegt að tapa á heimavelli."
Athugasemdir
banner