Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 17. janúar 2026 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Nígería tók bronsið - Marmoush og Salah klikkuðu á punktinum
Ademola Lookman skoraði úr sigurvíti Nígeríumanna í vítakeppninni
Ademola Lookman skoraði úr sigurvíti Nígeríumanna í vítakeppninni
Mynd: EPA
Egyptaland tók bronsið í Afríkukeppninni í ár eftir að hafa unnið Nígeríu eftir vítakeppni á Stade Mohamed V í Casablanca í Marokkó í kvöld.

Egyptar töpuðu fyrir Senegölum í undanúrslitum á meðan Nígería tapaði fyrir gestgjöfum Marokkó í vítakeppni.

Akor Adams setti boltann í net Egypta á 36. mínútu leiksins en markið var tekið af vegna brots í aðdragandanum.

Tíu mínútum fyrir leikslok vildu Egyptar fá vítaspyrnu er Omar Marmoush féll í teignum en ekkert var dæmt. VAR skoðaði atvikið og stóð ákvörðun vallardómara. Ekkert víti og áfram hélt leikurinn.

Ekkert var skorað eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítakeppni.

Nígeríumenn klikkuðu á fyrsta vítinu og sömuleiðis Mohamed Salah fyrir Egypta.

Adams skoraði úr öðru víti Nígeríu á meðan Marmoush klikkaði úr annarri spyrnu Egypta. Moses Simon kom Nígeríu í 2-0 í vítakeppninni með þriðju spyrnu þeirra.

Rami Rabia var fyrstur til að skora fyrir Egypta í vítakeppninni en það sló ekki Nígeríumenn út af laginu. Alex Iwobi gerði þriðja markið en Mahmoud Saber hélt vonum Egypta á lífi er hann skoraði.

Ademola Lookman steig á punktinn í fimmtu og síðustu spyrnu Nígeríu og skoraði. Þar með tryggði hann þjóð sinni bronsið í níunda sinn í sögunni.
Athugasemdir
banner