Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KR semur við tvo Ganverja (Staðfest)
Mynd: KR
KR hefur samið við tvo Ganverja til næstu þriggja ára.

Það eru þeir Fuseini Issah og Fredrick Delali. Fuseini er fæddur árið 2005 en hann er sókknarmaður sem getur leyst allar fremstu stöðurnar. Frederick er fæddur árið 2007 en hann er djúpur miðjumaður.

KR tilkynnti á dögunum að félagið væri komið í samstarf við Field Masters akademínua í Accra í Gana en Fuseini og Fredrick eru þeir fyrstu sem koma til félagsins úr akademíunni.

Þeir eru mættir til landsins og byrja strax að æfa með liðinu en þeir fá ekki leikheimild fyrr en 5. febrúar þegar félagaskiptaglugginn opnar.


Athugasemdir
banner
banner