Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 16:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Nottingham Forest og Arsenal: Saka á bekknum
Mynd: EPA
Arsenal getur náð níu stiga forystu á toppnum eftir tap City gegn United í dag. Arsenal heimsækir Nottingham Forest í kvöld.

MIkel Arteta gerir þrjár breytingar á liðinu sem vann Chelsea í fyrri undanúrslitaleiknum í enska deildabikarnum á dögunum. Það kemur mest á óvart að Bukayo Saka byrjar á bekknum. Noni Madueke, Gabriel Martinelli og David Raya koma inn. Leandro Trossard og Kepa setjast á bekkinn.

Cristhian Mosquera er búinn að jafna sig af meiðslum og byrjar á bekknum.

Það eru níu breytingar á liði Nottingham Forest sem tapaði gegn Wrexham í enska bikarnum. Aðeins Matz Sels og Igor Jesus halda sæti sínu.

Nottingham: Sels; Williams, Muillo, Milenkovic, Aina; Sangare, Anderson, Dominguez; Gibbs-White; Hudson-Odoi, Igor Jesus
Varamenn: Gunn, Morato, Awoniyi, Luiz, Ndoye, Hutchison, Yates, McAtee, Savona

Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Timber; Zubimendi, Rice, Odegaard; Madueke, Gyokeres, Martinelli
Varamenn: Kepa, Mosquera, Lewis-Skelly, Merino, Eze, Trossard, Saka, Havertz, Jesus
Athugasemdir
banner