Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   sun 18. janúar 2026 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undrandi og reiður yfir ummælum Glasner
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Oliver Glasner hraunaði yfir stjórn Crystal Palace eftir 2-1 tap liðsins gegn Sunderland í gær en hann sagði að stjórnin hafi sett hann og liðið í erfiða stöðu.

Hann segist ekki hafa fengið neinn stuðning frá Steve Parish, eiganda félagsins en félagið seldi Eberechi Eze til Arsenal í sumar og Marc Guehi er á leið til Man City.

„Mér líður eins og það sé búið að yfirgefa okkur. Ég get ekki spilað mörgum leikmönnum. Þeir gerðu allt hvað þeir gátu og þetta hefur staðið yfir í fleiri vikur og mánuði.“

„Við erum með 12 eða 13 leikmenn sem eru leikfærir og fáum engan stuðning. Það versta er að við erum að selja fyrirliðann okkar einum degi fyrir úrvalsdeildarleik.“

„Hjartað er rifið úr okkur tvisvar á þessu tímabili, fyrst daginn fyrir leik og svo Eberechi Eze í sumar. Núna gerðist það sama með Guehi. Hvað á ég að segja leikmönnunum? Síðan sé ég þessa frammistöðu í 50-60 mínútur í dag og kringumstæðurnar voru ekki auðveldar með 12 leikmenn í hópnum,"
sagði Glasner meðal annars eftir leikinn

Glasner sagði fyrir leikinn að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar en Sky Sports greinir frá því að Parish hafi verið undrandi og reiður yfir ummælum Glasner og hann gæti því verið rekinn áður en tímabilinu lýkur.
Athugasemdir
banner
banner