Roy Keane, fyrrum leikmaður Man Utd og sparkspekingur á Sky Sports, segir stuðningsmönnum United að slaka á eftir frábæran sigur liðsins gegn Man City í dag.
Michael Carrick fékk draumabyrjun en hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í dag þegar United vann City 2-0 á Old Trafford.
Michael Carrick fékk draumabyrjun en hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í dag þegar United vann City 2-0 á Old Trafford.
„Þeir unnu einn leik. Síðasti stjóri vann einn leik. Hann er bara búinn að vera þarna í þrjá daga," sagði Keane.
„Darren Fletcher breytti um leikkerfi en það vantaði leikmenn. Michael Carrick kemur inn í draumaumhverfi. Allir eru klárir, City á heimavelli, þeir hafa verið svolítið frá sínu besta, hann hefði getað misst mann af velli. Tímasetning og smá heppni, þeir nýttu þetta til fullnustu. Ég tek ekkert af honum en allir þurfa að slaka á."
Athugasemdir




