Sænski miðjumaðurinn Jacob Stensson hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vestra en hann kemur til félagsins frá Brage í heimalandinu.
Stensson er 28 ára gamall og á 120 meistaraflokksleiki í Svíþjóð með Brage og Brommapojkarna.
Hann ólst upp hjá Brommapojkarna þar sem hann lék 23 leiki, en skipti yfir í Brage árið 2022.
Á síðasta ári spilaði hann 25 leiki í næst efstu deild með Brage og var í nokkuð stóru hlutverki.
Jacob er væntanlegur á Ísafjörð eftir helgi og mun þá hefja undirbúning með liðinu.
Vestri féll úr Bestu deildinni síðasta haust en varð bikarmeistari og mun því spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir


