Real Madrid 2 - 0 Levante
1-0 Kylian Mbappe ('58 , víti)
2-0 Raul Asencio ('65 )
1-0 Kylian Mbappe ('58 , víti)
2-0 Raul Asencio ('65 )
Real Madrid vann kærkominn sigur í dag þegar liðið fékk Levante í heimsókn í spænsku deildinni. Þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Alvaro Arbeloa.
Liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leik dagsins en liðið tapaði gegn B-deildarliði Albacete í spænska bikarnum á dögnunum.
Fyrri hálfleikurinn í dag var ansi bragðdaufur og staðan var markalaus þegar liðin gengu inn í búningsklefa.
Real Madrid fékk vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik þegar brotið var á Kylian Mbappe. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði. Stuttu síðar innsiglaði Raul Asencio sigurinn þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Arda Guler.
Real Madrid er í 2. sæti með 48 stig, stigi á eftir Barcelona sem á leik til góða. Levante er í 19. sæti með 14 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir



