Spútniklið Lens vann tíunda leik sinn í röð í öllum keppnum og tyllti sér aftur á toppinn í frönsku deildinni er það vann Auxerre, 1-0, á heimavelli í kvöld.
Ævintýri Lens er ótrúlegt en Pierre Sage tók við liðinu síðustu sumar og er búinn að gera það að titilbaráttuliði.
Wesley Said, einn af markahæstu mönnum liðsins, gerði sigurmarkið gegn Auxerre í kvöld sem var tíundi sigurinn í röð í öllum keppnum sem er nýtt félagsmet. Fyrra metið var níu sigrar sem var sett fyrir fáeinum dögum síðan.
Lens er komið aftur á toppinn með 43 stig, en Paris Saint-Germain fylgir þeim fast á eftir með 42 stig og bíður eftir að þessu öskubuskuævintýri lýkur hjá Lens.
Mason Greenwood var á skotskónum í 5-2 sigri Marseille á Angers á útivelli.
Englendingurinn hefur verið einn sá allra besti í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Þetta var tólfta deildarmark hans á tímabilinu, en hann hefur samtals komið að 26 mörkum í öllum keppnum.
Amine Gouiri, Timothy Weah, Hamed Traore og Igor Paixao skoruðu einnig fyrir Marseille sem er í 3. sæti með 35 stig.
Angers 2 - 5 Marseille
0-1 Amine Gouiri ('19 )
0-2 Mason Greenwood ('24 )
0-3 Hamed Traore ('34 )
0-4 Timothy Weah ('40 )
1-4 Amine Sbai ('45 )
1-5 Igor Paixao ('88 )
2-5 Jim Allevinah ('90 )
Toulouse 5 - 1 Nice
1-0 Santiago Hidalgo ('7 )
2-0 Frank Magri ('45 )
2-1 Elye Wahi ('49 )
3-1 Santiago Hidalgo ('55 )
4-1 Cristian Casseres ('74 )
5-1 Julian Vignolo ('80 )
Lens 1 - 0 Auxerre
1-0 Wesley Said ('65 )
Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir


