Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 12:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martinez: Scholes má segja það sem hann vill
Mynd: EPA
Lisandro Martinez átti frábæran leik þegar Man Utd vann Man City í grannaslag í gær. Hann var með góð tök á Erling Haaland sem komst hvorki lönd né strönd.

Paul Scholes og Nicky Butt, fyrrum leikmenn Man Utd, spjölluðu í aðdraganda leiksins um Martinez í hlaðvarpsþættinum The Good, The Bad & The Football en þeir sögðu að norski framherjinn myndi pakka argentíska miðverðinum saman.

„Scholes má segja það sem hann vill. Ég hef sagt við hann að ef hann vill segja eitthvað við mig þá getur hann komið hvenær sem er. Heim til mín eða hvert sem er, mér er alveg sama," sagði Martinez.

„Ég virði þá þegar þeir vilja hjálpa félaginu, allir geta tjáð sig í sjónvarpinu en þegar maður sér þá hérna segir enginn neitt. Mér er sama hvað þeir segja, ég einbeiti mér bara að minni frammistöðu og liðsins og ég gef allt í þetta til síðasta dags."
Athugasemdir
banner