Sean Dyche, stjóri Nottingham Forest, er ekki ánægður með þann hávaða sem hefur skapast í kringum hendi og vítaspyrnur í nútímafótbolta, en hann segir að menn verði að fara varlega þegar það kemur að slíkum atvikum.
Dyche var að tala um mögulegu vítaspyrnuna sem Arsenal átti að fá gegn Forest undir lok leiks í markalausu jafntefli liðanna á City Ground í kvöld.
Ola Aina fékk boltann í höndina ef örlítið högg frá liðsfélaga sínum, en ekkert var dæmt eftir skoðun VAR sem taldi hönd Aina vera í náttúrulegri stöðu.
Mikel Arteta var óánægður með að fá ekki vítaspyrnu en Dyche vill slökkva í þeim hávaða sem fylgir svona atvikum.
„Arsenal er að eiga svo öflugt tímabil. Þú þarft að vera með öll grunnatriðin á hreinu sem við gerðum. Þessir erfiðu jardar og þessi stóra varsla frá Matz Sels á mikilvægu augnabliki. Þetta er gott lið og við vitum það. Horfðu á hvað þeir hafa fengið fá mörk á sig, það er mjög lágt og svo skora þeir mikið sem sýnir frækni þeirra í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili,“ sagði Dyche.
Hann segir að það væri alveg eins hægt að slaufa fótbolta ef það á að dæma víti á Aina.
„Þá er alveg eins hægt að slaufa fótboltanum ef hann á að dæma á þetta. Þú verður að fara svolítið varlega þegar það kemur að dæma hendi. Ég er ekkert að fara benda á ummæli Arteta, en mér finnst bara að ef það á að dæma hendi á þetta þá verður þú að fara horfa á leikinn. Það er ekki hægt að gefa hendi fyrir þetta. Það er enginn brotavilji þarna. Hann fær smá högg í bakið frá liðsfélaga sínum og síðan fer hann þaðan í höndina.“
„Ég væri ótrúlega vonsvikinn ef það hefði verið dæmt á þetta en á sama tíma í skýjunum ef við hefðum fengið vítaspyrnu fyrir slíkt atvik. Mér finnst bara svo mikill hávaði í kringum hendi. Við vorum óheppnir að fá ekki víti þegar Callum Hudson-Odoi keyrir inn í teiginn. Það er hægt að horfa á þetta á marga vegu.“
Forest er í ágætis málum. Það er fimm stigum fyrir ofan fallsæti og farið að horfa til betri vegar hjá lærisveinum Dyche.
„Við höfum fengið fjögur stig úr tveimur deildarelikjum sem er alls ekki slæmt til tilbreytingar. Við verðum að vera raunsæir varðandi það hvar við vorum og hvar við erum núna. Við höfum verið unnið gott starf og margt gott sem við gerðum í dag, en við höfum enn verk að vinna,“ sagði Dyche.
This is clear handball offense from Aina How I this not given as a penalty pic.twitter.com/Q9SCRRLzR8
— Dlanor_Jay (@dlanor_jay) January 17, 2026
Athugasemdir


