Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Mark tekið af Tómasi er Hearts datt úr leik í bikarnum
Tómas Bent kom boltanum í netið en markið var tekið af
Tómas Bent kom boltanum í netið en markið var tekið af
Mynd: Hearts
Tómas Bent Magnússon og félagar hans í Hearts eru úr leik í skoska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir Falkirk eftir vítakeppni í Edinborg í kvöld.

Eyjamaðurinn byrjaði á miðsvæði Hearts og kom boltanum í netið snemma í síðari hálfleiknum en markið var tekið af þar sem hann handlék boltann í aðdragandanum.

Sex mínútum síðar tóku gestirnir í Falkirk forystuna með marki Ben Parkinson en Hearts jafnaði úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Blásið var til framlengingar en Tómas fór af velli eftir fyrri hlutann er staðan var enn jöfn. Engin mörk voru skoruð í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.

Þar hafði Falkirk betur en þeir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Hearts skoraði aðeins úr fjórum.

Falkirk fer því áfram í 16-liða úrslitin en Hearts situr eftir með sárt ennið.

Kristófer Jónsson lék allan leikinn með Triestina sem tapaði fyrir Ospitaletto, 1-0, í A-riðli C-deildarinnar á Ítalíu. Markús Páll Ellertsson kom inn af bekknum hjá Triestina þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Triestina er á botninum með -2 stig og er nú 26 stigum frá öruggu sæti. Það eru enn 48 stig í pottinum fyrir Triestina, en það þyrfti kraftaverk og jafnvel meira til að liðið haldi sér uppi.

Hildur Antonsdóttir spilaði allan leikinn með Madrid sem vann 3-1 sigur á Eibar í Liga F á Spáni. Madrid er í 5. sæti deildarinnar með 26 stig, fimm stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner