Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á skotskónum þegar Inter vann gríðarlega sterkan sigur á Juventus í ítölsku deildinni í dag.
Juventus komst yfir snemma leiks en Karólína Lea jafnaði metin eftir tæplega stundafjórðung. Inter komst yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat.
Juventus komst yfir snemma leiks en Karólína Lea jafnaði metin eftir tæplega stundafjórðung. Inter komst yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í rammanum hjá Inter eins og venjulega. Karólína var tekin af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.
Inter er í 2. sæti með 18 stig eins og Fiorentina sem er í 3. sæti en Juventus er með 17 stig í 4. sæti. Roma er á toppnum með 25 stig.
Athugasemdir



