Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   sun 18. janúar 2026 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn eftir átta mánuði í starfi
Mynd: Huddersfield Town
Huddersfield Town, sem leikur í C-deildinni á Englandi, hefur rekið stjóra karlaliðsins, Lee Grant, eftir aðeins átta mánuði í starfi.

Grant tók við Huddersfield í maí og gerði þá þriggja ára samning við félagið eftir að hafa verið í þrjú ár í þjálfarateymi Ipswich Town.

Markmiðið var að koma Huddersfield aftur í ensku B-deildina og gerði félagið stórar breytingar á leikmannahópnum fyrir tímabilið sem fór mjög vel af stað.

Huddersfield vann fimm af fyrstu sjö deildarleikjum sínum en það hefur vantað stöðugleikann síðustu mánuði og situr liðið nú í 6. sæti, tíu stigum frá tveimur efstu sætunum.

Liðið tapaði fyrir Burton Albion, 3-1, um helgina og var Grant rekinn skömmu eftir leikinn.

Grant er sjöundi stjórinn sem fær sparkið í C-deildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner