Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea nær samkomulagi við Jacquet
Mynd: EPA
Chelsea hefur náð samkomulagi við Jeremy Jacquet, tvítugan miðvörð Rennes.

Chelsea er í viðræðum við Rennes um kaupverð en Rennes vill fá metfé fyrir hann.

Chelsea hefur boðið um 50 milljónir evra en Rennes biður um 65 milljónir evra sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem félagið hefur selt.

Jacquet hefur spilað 34 leiki í frönsku deildinni en hann spilaði sex leiki á láni hjá Clermont tímabilið 2023/24. Hann á 31 leik að baki fyrir yngri landslið Frakka.
Athugasemdir
banner
banner