Claudio Echeverri er genginn til liðs við Girona á láni frá Man City.
Man City nældi í þennan 19 ára gamla Argentínumann frá River Plate í janúar 2024 en hann var á láni hjá argentíska félaginu í eitt ár.
Hann kom við sögu í þremur leikjum fyrir Man City áður en hann var lánaður til Leverkusen í sumar. Hann fékk fá tækifæri hjá þýska liðinu og var kallaður til baka í þessum mánuði.
Man City nældi í þennan 19 ára gamla Argentínumann frá River Plate í janúar 2024 en hann var á láni hjá argentíska félaginu í eitt ár.
Hann kom við sögu í þremur leikjum fyrir Man City áður en hann var lánaður til Leverkusen í sumar. Hann fékk fá tækifæri hjá þýska liðinu og var kallaður til baka í þessum mánuði.
Hann hefur nú verið lánaður til Girona sem er í eigu City Group eins og Man City. Vitor Reis er hjá félaginu á láni frá Man City og er fastamaður í liðinu.
Girona er að styrkja sig en markvörðurinn Marc Andre ter Stegen er einnig á leið til félagsins á láni frá Barcelona. Liðið er í 9. sæti með 24 stig eftir 20 umferðir.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
???? BENVINGUT ECHEVERRI
— Girona FC (@GironaFC) January 18, 2026
???? https://t.co/jjA25Q9mOO pic.twitter.com/qzUXNiA43g
Athugasemdir



