Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 12:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Dalot er heppinn að vera ennþá inn á"
Mynd: EPA
Manchester slagurinn fer fjörlega af stað en staðan er hins vegar markalus eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Harry Maguire átti skalla í slá úr dauðafæri eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Diogo Dalot fékk gult spjald eftir tíu mínútna leik en einhverjir eru á þvi að það hafi átt að vera annar litur á spjaldinu. Hann náði boltanum en fór í kjölfarið í hnéið á Jeremy Doku.

„Þetta er ekki gott. Hann er mjög seinn, ef Dalot hefði farið af fullum krafti hefði vængmaður City verið í miklum vandræðum," sagði Gary Neville hjá Sky Sports.

„Þetta leit ekki vel út hjá Dalot. Hann er heppinn að vera ennþá inn á vellinum," sagði William Bitibiri hjá Sky Sports.

„Michael Carrick kvartaði í fjórða dómarann en Diogo Dalot er heppinn að niðurstaðan hafi ekki verið verri. Þetta var kannski ekki grimmilegt en þegar maður sér mynd af þessu hefði þetta getað verið rautt spjald," sagði Simon Stone hjá BBC.

Sjáðu atvikið hér

Athugasemdir
banner
banner