Benoný Breki Andrésson var hetjan aðra helgina í röð er Stockport County vann dramatískan 3-2 sigur á Rotherham í ensku C-deildinni í gær, en skrautlegt sjálfsmark liðsfélaga hans fékk mestu athyglina eftir leikinn.
SIgurmark Benoný kom undir lok leiksins. Þetta var annað deildarmark hans í röð og þá lagði hann upp mikilvægt mark í EFL-bikarnum í miðri viku sem hjálpaði Stockport að komast áfram í næstu umferð.
Áður en Benoný kom inn á gegn Rotherham skoraði lið hans afar neyðarlegt sjálfsmark.
Sjálfsmörkin voru þrjú talsins í leiknum en Rotherham gerði tvö og Stockport eitt. Sjálfsmark Stockport á 42. mínútu fór eins og eldur í sinu um netheima, en markvörðurinn Ben Hinchliffe ætlaði að sparka boltanum fram völlinn en misreiknaði eitthvað sparkið og rataði hann beint í afturendann á varnarmanninum Joseph Olowu og þaðan í netið.
Hægt er að sjá þetta neyðarlega sjálfsmark hér fyrir neðan.
An Own Goal You Must See To Believe ????
— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 17, 2026
Stockport County conceded an own goal straight from the schoolyard. Fortunately, the Hatters would go on to win ????pic.twitter.com/ppEhxBRUuY
Athugasemdir

