Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 18. janúar 2026 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Orðaður við ÍA en framlengir í Laugardalnum - „Þróttur er mitt félag“
Hlynur verður áfram í Laugardalnum
Hlynur verður áfram í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hlynur Þórhallsson hefur framlengt samning sinn við Þrótt R. til næstu tveggja ára en félagið greinir frá samningnum á heimasíðu sinni.

Hlynur, sem er tvítugur, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið alger lykilmaður í liði Þróttar síðustu ár.

Varnarmaðurinn á 72 leiki að baki með meistaraflokki Þróttar og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Hann var orðaður við Bestu deildar lið ÍA en ákvað að halda kyrru fyrir og skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt.

„Þróttur er mitt félag og hefur verið það alla tíð. Ég er stoltur af því að fá að halda áfram að leika fyrir félagið sem ól mig upp og treystir mér í lykilhlutverki. Við erum með sterkan kjarna af uppöldum leikmönnum og ég trúi á þá vegferð sem félagið er á. Ég er hungraður í að þróast áfram og leggja mitt af mörkum til þess að liðið nái sínum markmiðum á næstu árum,“ sagði Hlynur við undirskrift.

Þróttarar höfnuðu í 3. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári og komust í umspilið, en töpuðu þar fyrir HK í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner