Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 15:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Bragðdauft á Molineux
Mynd: EPA
Wolves 0 - 0 Newcastle

Botnlið Wolves er ósigrað í síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum en liðið fékk Newcastle í heimsókn sem hefur unnið þrjá deildarleiki í röð.

Wolves sýndi flotta frammistöðu í fyrri hálfleik en Newcastle fékk betri færi. Liðinu tókst þó ekki að ógna Jose Sá í marki Wolves. Nick Woltemade fékk tvö góð skallafæri en hitti ekki á markið.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma þurfti Jose Sá að taka á honum stóra sínum. Bruno Guimaraes átti fyrstu tilraun Newcastle á markið en Sá kýldi boltann út, beint á Joelinton sem átti skalla og aftur varði Sá.

Guimaraes fékk síðasta tækifæri leiksins en hann hitti boltann illa og skaut framhjá. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Wolves er á botninum með 8 stig 14 stigum frá öruggu sæti en Newcastle er með 33 stig í 8. sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Aston Villa 22 13 5 4 33 24 +9 44
3 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Everton 22 8 6 8 23 25 -2 30
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir