Chelsea spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í gær undir stjórn Liam Rosenior þegar liðið vann Brentford 2-0.
Joao Pedro kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Cole Palmer innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Joao Pedro kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Cole Palmer innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Brentford var með yfirhöndina í seinni hálfleik og Chelsea átti í vandræðum með að komast yfir miðju. Rosenior segir að veikindi undanfarið hafi haft áhrif á frammistöðuna.
„Það voru nokkrir að spila i dag sem kvörtuðu undan verkjum í bringunni. Þeir stóðu sig frábærlega, mér fannst það vera ástæðan fyrir því að við vorum ekki góðir með boltann," sagði Rosenior.
„Ég er svo ánægður með viðhorf hópsins að komast í gegnum þennan leik."
Athugasemdir


